Velkomin að Baklandi að Lágafelli

BAKLAND AÐ LÁGAFELLI

Íbúðir sem eru aðgengilegar fyrir alla í fallegu umhverfi í Austur-Landeyjum

Íbúðir í friðsælu og rólegu umhverfi á Suðurlandi. Við erum stöðugt að vinna í því að gera íbúðirnar aðgengilegri fyrir gestina okkar. Íbúðirnar eru aðgengilegar fyrir hjólastjóla og einstaklinga með takmarkaða hreyfigetu. Það er forgangsverkefnið okkar. Áhyggjulaust og ógleymanlegt fríi á bóndabæ í fullum rekstri.

Íbúðirnar

Báðar íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi, þvottavél og þurrkara, sjónvarpi og þráðlausu interneti.

Meira

Aðstaða og búnaður

Allar dyr og eru nógu breiðar fyrir hjólastóla og göngugrindur. Stuðningshandföng eru við klósettið og í sturtunni er sturtustóll. Eldhúsið er sett upp svo að hjólastólar komist vel að öllu.

ERUM VIÐ MEÐ BÚNAÐINN SEM HENTAR ÞÉR?

Það er mikilvægt að hafa réttan búnað. Við gerum okkar besta til að útvega gestunum okkar þann búnað sem hentar þeim. Sendu okkur fyrirspurn varðandi þann búnað sem þú þarft.

Umhverfið

Íbúðirnar eru staðsettar á bóndabæ í fullum rekstri í Austur-Landeyjum. Falleg náttúra umlykur bæinn og eru þær fullkominn dvalarstaður á meðan verið er að heimsækja helstu náttúruperlur Suðurlands.

Meira

ÍSLENSK HÚSDÝR Á ALVÖRU BÓNDABÆ

Á Baklandi að Lágafelli geturðu ekki aðeins séð dýrin í návígi heldur getur þú líka klappað þeim! Dýrin eru mjög vinaleg og finnst gott að láta klappa sér og gefa sér að borða.

Vinsamlegast látið okkur vita fyrirfram ef þið viljið sjá dýrin. Þau hlakka til að fá þig í heimsókn!

Fleiri myndir

ÁHYGGJULAUST FERÐALAG

NÁTTÚRAN UMLYKUR OKKUR

Fossar, jöklar, eldfjöll, fjara og haf. Suðurland er einn fjölsóttasti áfangastaður á Íslandi.

Bakland að Lágafelli

Við gerum okkar besta til að veita gestum okkar einstaka upplifun.

 

Við viljum að allir njóti sýn á jafnréttisgrundvelli, óhað getu hvers og eins.

Bakland að Lágafelli býður alla velkomna.

Án hindrana

Íbúðirnar henta fyrir hjólastóla og göngugrindur.

Fullbúnar íbúðir

Íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi, þvottavél og þurrkara, sjónvarpi og þráðlausu neti.

Sjálfsinn- og útritun

Möguleiki er á sjálfsinn og útritun ef óskað er eftir því.

BÓKAÐU DRAUMADVÖLINA NÚNA

Draumadvöl án hindrana! Bókaðu beint til að fá besta verðið.

Bakland að Lágafelli Apartments

FYLGSTU MEÐ OKKUR

EnglishIceland